Boðið verður upp á prufutíma í fullorðnisfimleikum í kvöld þriðjudaginn 9.september eða fimmtudaginn 11.september milli kl.20.00-21.30 Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst þriðjudaginn 9.september og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri.
Að þessu sinni verður hægt að velja á milli 6 vikna eða 12 vikna námskeiði. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl.20.00-21.30 og þjálfar á haustönn verða Tara og Birgitta. 6 vikna námskeið kosta 12.650 kr. og 12 vikna námskeið 19.500 kr.
Eins og áður verður lögð áhersla á góðar þrek- og teygjuæfingar og svo þær fimleikaæfingar sem henta getu hvers og eins. Reynsla af fimleikum er ekki skilyrði fyrir þátttöku heldur reynum við að koma til móts við þarfir hvers og eins. Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja styrkja sig og liðka og hafa gaman af í leiðinni.
Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi félagsins: https://fjolnir.felog.is/ og er mikilvægt að rétt námskeið sé valið 6 eða 12 vikur en opið er fyrir skráningu núna.