Betri hverfi – Grafarvogur

Kosin verkefni í Grafarvogi 2015.

Alls verðmerkt: kr. 117.000.000
Fjárheimild hverfis: kr. 40.842.366
Upphæð kosinna verkefna: kr. 37.000.000
Innsendir atkvæðaseðlar í hverfi: 1.079
Taldir atkvæðaseðlar í hverfi: 905

Eftirfarandi verkefni voru kosin:

  1. Gera áningarstað fyrir botni Grafarvogs með bekkjarborðum og upplýsingaskilti. 
    Bæta skógarsvæðið fyrir botni Grafarvogs með því að snyrta umhverfið, setja upp spjöld með upplýsingum auk þess að setja upp borð og bekki.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 554
  2. Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
    Gróðursetja tré meðfram fyrirhuguðum göngustíg norðan við gervigrasvöll við Egilshöll.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 466
  3. Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu. 
    Setja bekki og ruslastampa austan við göngubrúna yfir Korpu.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 444
  4. Malbika fyrsta áfanga strandstígs, án lýsingar, undir Gufuneshöfða, frá Hamrahverfi
    Stígurinn er 1,3 km í heild sinni og er hér boðið upp á að malbika fyrsta hluta þeirrar leiðar, u.þ.b. frá Hamrahverfi.
    Verð kr. 10.000.000
    Atkvæði: 417
  5. Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu. 
    Gróðursetja tré til skjóls í hæðina milli Korpúlfsstaða og Korpu.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 352
  6. Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar fyrir íþróttafólk og aðra. 
    Setja upp aðstöðu í Grafarvogslaug með köldu vatni til kælingar.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 347
  7. Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7. 
    Gera betri beygju fyrir hjólandi vegfarendur bakvið biðstöð sunnan við Berjarima 7.
    Verð kr. 1.000.000
    Atkvæði: 322
  8. Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins á milli Vættaskóla og Gullengis. 
    Gera upplýstan malbikaðan stíg í stað malarstígsins meðfram lóðamörkum í samræmi við skipulag.
    Verð kr. 4.000.000
    Atkvæði: 314
  9. Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsakóla. 
    Setja útsýnisskilti á hæðina fyrir ofan Húsaskóla sem telur upp helstu kennileiti Reykjavíkur og umhverfi hennar. Ef hugmyndin verður kosin verður lagður þjappaður malarstígur upp að skiltinu til þess að auðvelda aðgengi upp á hæðina.
    Verð kr. 1.500.000
    Atkvæði: 312
  10. Rathlaupabraut á Gufunesi. 
    Gera rathlaupabraut á Gufunesi.
    Verð kr. 1.500.000
    Atkvæði: 304
  11. Leggja malarstíg og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga.
    Leggja slóða og setja útsýnisskilti á hæðina við enda Dísaborga. Ekki er hægt að setja skiltið á klappirnar eins og talað er í hugmynd þar sem klappirnar eru friðuð fastmerki.
    Verð kr. 2.000.000
    Atkvæði: 260
  12. Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg. 
    Gróðursetja milli lóða og hitaveitustokks við norðanverðan Borgarveg.
    Verð kr. 3.000.000
    Atkvæði: 257
  13. Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla. 
    Setja þjappað malaryfirborð á stíginn á milli Laufengis og Engjaborgar/Engjaskóla. Í upphaflegri hugmynd er talað um að malbika stíginn, en þar sem hann er friðaður er það ekki mögulegt. Hægt er að bjóða upp á að þjappa og bæta aðgengi hjóla og vagna um stíginn.
    Verð kr. 5.000.000
    Atkvæði: 191

 

Verkefni sem kosið var um en hlutu ekki kosningu:

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.