Börnin skipa heiðurssess í Viðey sunnudaginn 27. júlí þegar haldið er upp á Barnadaginn í eyjunni. Þá er yngstu meðlimir fjölskyldunnar boðnir sérstaklega velkomnir og dagskráin miðast við það sem börnum þykir skemmtilegast, leikið allan liðlangan daginn! Fullorðnir í fylgd með börnum eru auðvitað hjartanlega velkomnir líka.
Í júlílok skartar eyjan sínu fegursta og verður enn fallegri þegar litlir krakkar í litríkum fötum hlaupa um og leika sér. Boðið verður upp á allskonar skemmtilegt og það munu örugglega allir finna eitthvað við sitt hæfi. Svo er auðvitað alveg yndislegt að njóta þess einfaldlega að vera úti í náttúrunni og skoða sig um. Þessi dagur hefur alltaf slegið í gegn hjá krökkunum og í ár verður örugglega engin breyting á því.
15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri. Eldri borgarar greiða 900 krónur í ferjuna. Handhafar Gestakortsins sigla frítt og handhafar Menningarkortsins fá 10% afslátt af bæði ferjusiglingu og veitingum. Við hvetjum allar fjölskyldur til þess að sigla til Viðeyjar og gera sér glaðan dag.
Dagskrá dagsins verður á þessa leið:
• 12:15–16:00 Hægt verður að kaupa grillaðar pylsur af kokkunum í Viðeyjarstofu. Ís í boði hússins!
• 12:15–14:45 Forvitnar og skrítnar furðuverur verða á vappi og heilsa upp á krakkana.
• 12:30–14:30 Skátarnir Landnemar fara í allskonar leiki með krökkunum.
• 12:30-14:30 Andlitsmálning.
• 12:30–13:30 Fjölskyldujóga með Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur jógakennara. Hún fer í leiki, spilar á gítar og hið magnaða hljóðfæri gong. Það má alveg hlæja og hafa gaman í jóganu hennar Arnbjargar.
• 12:30–15:00 Fjörufjör með Addý frá “Allt er hægt” náttúruupplifun. Hvetjum alla til að koma með háfa, net, skóflur, fötur og hvað eina sem gaman er að rannsaka fjöruna með. Fjörurnar í Viðey eru fullar af gersemum! Einnig verður hægt að senda flöskuskeyti.
• 15:00–15:30 Fjörug barnamessa í Viðeyjarkirkju með sögum, leikjum og söng.
• 15:30–16:00 Lalli töframaður sýnir ótrúleg töfrabrögð af einskærri snilld og mun örugglega fá hjálparkokka af grasbalanum svo verið viðbúin!