Handknattleiksdeild Fjölnis og Arnór Ásgeirsson hafa undirritað samning þess eðlis að hann taki við sem framkvæmdastjóri/starfsmaður deildarinnar og sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Arnór er uppalinn Fjölnismaður, fyrst sem leikmaður og seinna sem þjálfari. Hann hefur þjálfað upp alla kvennaflokka ásamt yngstu strákaflokkana. Stuttu eftir nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík lá leiðin í framhaldsnám til Noregs.
Eftir tveggja ára framhaldsnám í Sport Management (íþróttastjórnun) í Molde þar sem hann meðal annars var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar hjá kvennaliði félagsins í 1. deild, aðalþjálfari karlaliðsins í 2. deild og þjálfari U16 strákaliðs fékk hann stöðu íþróttastjóra hjá Fjellhammer. Því starfi hefur hann sinnt síðastliðið ár ásamt því að þjálfa U16 stelpulið félagsins.