Fjölnismenn biðu sinn annan ósigur í Pepsí-deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar þeir tóku á móti Fram. Lokatölur leiksins urðu, 1-4, fyrir Fram en gestirnir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 0-2. Með ósigrinum er Fjölnir komið niður í sjöunda sætið eftir kröftuga byrjun í mótinu. Fjölnir átti á brattan að sækja í leiknum í kvöld en eftir mark Arons Sigurðarsonar á 65. mínútu vöknuðu Fjölnismenn aðeins til lífsins og sóttu nokkuð en Framarar voru ekki af baki dottnir og bættu við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins.
Næsti leikur Fjölnis verður gegn Stjörnunni í Garðabæ 22. júní.