Anna Bergsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Hamraskóla í Grafarvogi. Skóla- og frístundaráð gekk frá ráðningu hennar á fundi sínum í gær. Anna hefur víðtæka reynslu af kennslu og skólastjórn en hún hefur starfað sem skólastjóri í aldarfjórðung. Þá hefur hún lokið stjórnunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík.
Tólf sóttu um skólastjórastöðuna en tveir drógu umsókn sína til baka. Anna er boðin velkomin í hóp skólastjórnenda í Reykjavík og óskað velfarnaðar í nýju starfi.