Fjölnir mætir Breiðablik í Pepsídeild karla í Grafarvogi í kvöld en með sigri getur Fjölnir komist í efsta sæti í deildinni. FH, sem gerði jafntefli við ÍBV, í gær er í efsta sætinu með 22 stig en Fjölnir er þremur stigum á eftir en með mun betra markahlutfall en Hafnarfjarðarliðið.
Fjölnir hefur alltaf átt í basli með Blika í gegnum tíðina en liðið hefur verið að leika vel í sumar og getur eins og áður sagði tyllt sér í toppsætið með sigri í kvöld.
Grafarvogsbúar eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja sitt lið því mikið er í húfi. Það má búast við hörkuleik á Extravellinum í kvöld sem hefst klukkan 20.