Þeir sem standa fyrir þrettándabrennum hafa ákveðið að fresta þeim til næstu helgar vegna veðurs. Dagskrá og aðrar tímasetningar eru óbreyttar.
• Þrettándagleðin í Grafarvogi verður laugardaginn 10. janúar og hefst með blysför 17:50, en kakó og kyndlasala er frá kl. 17:15.
Vegna slæms veðurútlits á höfuðborgarsvæðinu í dag og í kvöld hefur þegar verið teknar ákvarðanir um að fresta nokkrum brennum. Enn liggur ekki ákvörðun fyrir hvort af þrettándagleðinni verður í Grafarvogi en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu.
Þrettándagleði í Grafarvogi hefur verið árviss atburður í mörg ár en nokkrum sinnum hefur það komið fyrir að fresta hefur orðið gleðinni um nokkra daga vegna veðurs. Allt saman kemur þetta í ljós síðar í dag.
Uppfært klukkan 13.30:
Þrettándagleðin í Grafarvogi verður laugardaginn 10. janúar og hefst með blysför 17:50, en kakó og kyndlasala er frá kl. 17:15.