Ágúst Gylfason, sem þjálfað hefur meistaraflokk Fjölnis í knattspyrnu frá árinu 2012, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Undir stjórn Ágústs hefur Fjölnir verið að bæta sinn leik jafnt og þétt en á nýhafstöðnu keppnistímabili hafnaði Fjölnir í fjórða sæti í Pepsídeildinni sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Fjölnir var hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópusæti.
Samhliða þessu hefur Gunnar Sigurðsson markmannsþjálfari einnig framlengt samning sinn við Fjölni til 2018.