Mario framlengir við Fjölni
Vinstri bakvörðurinn Mario Tadejevic hefur framlengt samning sinn við Fjölni til tveggja ára eða út tímabilið 2018.
Mario sem gekk í raðir Fjölnismanna fyrir tímablið hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins á tímabilinu.
Á myndinni sjást Mario og Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis handsala samninginn.
+