Borgarstjóri fór í kynningu sinni yfir þau mál sem eru á döfinni í Grafarvogi í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins, en þar kennir margra grasa. Bryggjuhverfið er í hraðri uppbyggingu og mun stækka. Hann sýndi einnig nýjar myndir frá deiliskipulagsvinnu fyrir Ártúnshöfða sem taka mun miklum breytingum á næstu árum. Kynningu borgarstjóra má skoða hér í heild sinni.
Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri var með stutta kynningu á undirbúningi Borgarlínu og hvernig hún mun bæta samgöngur í borginni. Kynningu Þorsteins má skoða hér
Sesselja Eiríksdóttir sem verið hefur virk í starfi eldri borgara horfði á Grafarvog frá þeirra sjónarhóli.
Íbúar í Grafarvogi höfðu fjölmargar fyrirspurnir til framsögumanna sem svöruðu jafnóðum. Ábendingar og athugaemdir voru teknar niður færðar í fundargerð og verður henni bætt við tengt efni hér í þessari frétt.
Fundarstjóri var Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness. Fundarritari var Margrét Richter.
Til stóð að frumsýna myndband um Grafarvog á fundinum en vegna tæknilegra hnökra gekk það ekki eftir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Tengt efni: