Nýr göngustígur við Gufuneskirkjugarð

Malbikun er nú lokið við nýjan göngu- og hjólastíg meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgaveg. Frágangur er að mestu eftir en verkinu á að verða lokið að mestu í byrjun nóvember. Verkefnið var kosið af íbúum Grafarvogs í rafrænum íbúakosningum vegna Betri hverfa á þessu ári. Kostnaður við verkefnið er 14 milljónir.

Í nóvember verður opnað á ný fyrir innsetningu hugmynda frá íbúum inn á vefinn Betri hverfi 2014 en til stendur að halda rafrænar íbúakosningar í mars 2014. Fylgist með og sendið endilega sem flestar hugmyndir fyrir hverfin ykkar. Með því verður borgin blómlegri.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.