Fjórir ungir úr Fjölni til æfinga í Danmörku

Yngri flokka starfið hjá Fjölni hefur alltaf verið öflugt.

Yngri flokka starfið hjá Fjölni hefur alltaf verið öflugt.

Danska liðið AGF, þar sem Aron Jóhannsson Fjölnismaður gerði garðinn frægan, hefur boðið fjórum ungum landsliðsmönnum úr Fjölni að koma til æfinga í byrjun nóvember. Leikmennirnir sem um ræðir eru Jökull Blængsson markmaður í U17 og  þeir Djordjie Panic, Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Timóteus Gunnarsson sem nýlega voru valdir í U15 landsliðið.

Leikmennirnir munu fara til AGF í byrjun nóvember og dvelja þar í eina viku ásamt Elmari Hjaltalín yfirþjálfara yngri flokka Fjölnis.

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.