Boð í Afmæli og lokahóf 9.maí kl: 16.30-18.00
Kæru foreldarar
Í apríl voru 35 ár frá stofnun SAMFOK. Jafnframt fögnum við því að málþingaröðinni „Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi“ er lokið.
Af því tilefni bjóðum við þér, samstarfsaðilum okkar og velunnurum að fagna með okkur í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 9. maí kl. 16.30 – 18.00.
Við hlökkum til að sjá þig,
Stjórn SAMFOK





Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju sunnudaginn 6. maí. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.
Nú styttist í sumarfrí hjá öllu skólafólki, eins og vant er verðum við með fjölbreytta sumardagskrá í sumar.



Lokasýning nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla opnar í Borgarbókasafninu menningarhúsi Spönginni fimmtudaginn 3. maí kl. 17 – 19. Þeir listnámsbrautarnemendur sem eiga verk á sýningunni hafa sérhæft sig í grafískri hönnun. Verk þeirra eru fjölbreytt, á sýningunni eru m.a. teikningar, skjáverk, bækur og margskonar önnur prentverk ásamt ferilmöppum.
Næstkomandi laugardag, 28. apríl, verður hið árlega Sumarskákmót Fjölnis haldið í hátíðarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur með glæsilegri verðlaunahátíð kl. 13:15. Mætið tímanlega til skráningar.
Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.
Færeyjar, þessar eyjar rétt sunnan við okkur, byggðar okkar minnstu frændum, okkar bestu vinum sem réttu fram hjálparhönd þegar aðrir sneru við okkur bakinu. Færeyingar, sem eru eina þjóðin sem eru færri en við og tala svo fyndið tungumál. Hvað vitum við eiginlega um þjóðina sem dansar Orminn langa, étur skerpukjöt í hvert mál, klæðist þjóðbúningum við hvert tækifæri, heldur upp á Ólavsvöku, les William Heinesen og hlustar á Eivør?
Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Gunnsteinn Ólafsson.




