• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Mikael Maron stóð sig best á fyrstu æfingu Fjölnis

18 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Fjölnir skák, Rimaskóli skák, Skák, Skáksveit Rimaskóla

Það voru 25 krakkar sem mættu á fyrstu skákæfingu Fjölnis á nýju skákári. Æfingarnar hafa nú verið færðar yfir á miðvikudaga kl. 17.00 – 18:30 og virðist sá tími henta vel . Skákmeistararnir efnilegu, þeir Jón Trausti Harðarson og Oliver Aron Jóhannesson, mættu nýir i þjálfarateymi skákdeildarinnar og veittu þeir 10 krökkum kennslu og þjálfun. Á næstu æfingum Fjölnis bjóða þeir upp á kennslu fyrir nýliða og að fara yfir kappskákir með ungum og efnilegum skákmönnum sem taka þátt í Haustmóti TR og Íslandsmóti félagsliða, leiðbeina þeim um það sem betur má fara í byrjunum og endatöflum.

Á fyrstu æfingunni stjórnaði Helgi Árnason, formaður skákdeildarinnar 18 manna skákmóti og þar sigraði hinn 10 ára gamli MIkael Maron Torfason sem hlaut 4,5 vinninga af 5 mögulegum. Mikael Maron hlaut eldskírn sína í kappskákum á Norðurlandasmóti barnaskólasveita á Selfossi um síðustu helgi með skáksveit Rimaskóla. Hann stefnir að því að bæta sig í vetur og tekur nú þátt í Haustmóti TR. Aðrir í verðlaunasætum á skákæfingu Fjölnis voru þau Einar Bjarki Arason, Sæmundur Árnason, Kjartan Karl Gunnarsson, Halldór Snær Georgsson, Joshua Davíðsson, Hilmir Arnarson og síðast en ekki síst ein efnilegasta skákkona deildarinnar, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir í Foldaskóla.

Fyrsta skákæfingin var mjög skemmtileg og öllum þátttakendum var boðið upp á veitingar í  skákhléi. Næsta æfing verður miðvikudaginn 24. september í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús.

Email, RSS Follow

Afmæli Grafarvogssafnaðar 21. september

18 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Grafarvogskirkja, Sóknarnefnd

Grafarvogskirkja framhliðSunnudagaskóli kl. 11:00 – Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Messa kl. 14:00 – 25 ára afmæli safnaðarins verður fagnað. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir prédikar. Prestar safnaðarins þjóna ásamt fyrrverandi prestum Grafarvogssóknar. Allir kórar safnaðarins syngja þ.e. kirkjukórinn, Vox Populi og  Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Stjórnendur eru Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Margrét Pálmadóttir.
Eftir messu verður biskupi afhent 25 ára afmælisbók Grafarvogssafnaðar. Höfundur er Sigmundur Ó Steinarsson blaðamaður. Bókin er vönduð að allri gerð og skemmtileg.

Þá verður boðið upp á afmæliskaffi þar sem kórarnir munu syngja nokkur lög. Það er von okkar að velunnarar safnaðarins sjái sér fært að taka þátt á þessum merku tímamótum í starfi safnaðarins.

Kirkjuselið í Spöng

Borgarmessa kl. 13:00 – Guðsþjónusta með einföldu sniði og léttri tónlist. Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Björg Þórhallsdóttir leiðir söng. Hilmar Örn Agnarsson er organisti.

Sunnudagaskóli kl. 13:00 – Börnin byrja í Borgarmessunni og fara síðan yfir í sunnudagaskólann. Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

 

Email, RSS Follow

Sjónarhóll 15 ára – Grænfáni

17 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Grænfáni, Leikskólinn Sjónarhóll, Sjónarhóll

graenfani afmaeli ofl 171Þann 15. September fékk leikskólinn Sjónarhóll afhentan Grænfánann á 15 ára afmæli skólans. Mikil gleði  ríkti þann daginn með þann stóra áfanga sem unnið hefur verið að síðastliðin tvö ár. Haldin var veglega veisla með söng hljómsveit og afmælisköku.

Við þökkum öllum sem heiðruðu okkur með nærveru sinni þennan stóra dag.

 

 

 

graenfani afmaeli ofl 102 graenfani afmaeli ofl 140

 

 

 

 

 

 

 

 

Email, RSS Follow

Grafarvogssöfnuður 25 ára

17 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Fermingar í Grafarvogi, Grafaravogssókn 25 ára, Grafarvogssókn

Grafarvogskirkja 10 áraÁrið l989 var Grafarvogssöfnuður í Reykjavíkurprófastsdæmi stofnaður. Um langan tíma var hann yngsti söfnuður þjóðarinnar.

Sóknarbörnin voru við stofnun safnaðarins rúmlega þrjú þúsund talsins en þeim hefur fjölgað ört á liðnum árum. Um tíma fjölgaði þeim um eitt hundrað í hverjum mánuði. Sóknarbörnin eru nú yfir nítján þúsund talsins.

Eðilega var engin kirkja til staðar þá er sóknin var að verða til. Við fengum inni með með kirkjustarfið í Foldaskóla og Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Hún var okkar „kirkja“ fyrstu árin. Fundir sóknarnefndar fóru fram á kennarastofunni í skólanum. Rákust þeir ekki á kennslustarfið þar sem þeir fóru oftast fram að kvöldlagi.

Strax við upphaf safnaðarstarfsins skapaðist mikill áhugi hjá söfnuðinum á að eignast kirkju. Það gekk nokkuð hratt fyrir sig að uppfylla þá ósk safnaðarins. Þann 12. desember 1993 var neðri hæð Grafarvogskirkju vígð og fluttist þá safnaðarstarfið þangað. Þá jókst allt safnaðarstarf til mikilla muna. Arkitektar kirkjunnar eru Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson.

Stóri draumurinn rættist síðan þegar Grafarvogskirkja var vígð þann 18 júní árið 2000 á Kristnihátíðarári, á eitt þúsund ára afmæli Kristnitökunnar.

Altarismynd kirkjunnar sem nefnd hefur verið „Þjóðargersemi“ sýnir einmitt Kristnitökuna árið 1000 á Þingvöllum . Altarismyndin, sem er steindur gluggi eftir hinn góðkunna listamann Leif Breiðfjörð, er gjöf ríkisstjórnarinnar til æsku landsins en Grafarvogssókn hefur oft verið nefnd „barnasóknin“ vegna fjölda barna í kirkjusókninni.

Kirkjan

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, afhenti verkið á vígsludegi, þá er biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson vígði kirkjuna.

Næstkomandi sunnudag, 21. september kl. 14:, verður haldin hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni til að minnast   25 ára afmælis safnaðarins. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, mun prédika og núverandi prestar safnaðrins , sem eru fjórir að tölu, munu þjóna fyrir altari ásamt fyrrverandi prestum.

Þrír kórar kirkjunnar, Kór Grafarvogskirkju, Vox Populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju, munu syngja undir sjórn Hákonar Leifssonar, Hilmars Arnar Agnarssonar og Margrétar Pálmadóttur .

Eftir messu verður biskupi færð 25 ára afmælisbók Grafarvogssafnaðar. Höfundur er Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður. Bókin er vönduð að allri gerð, skemmtileg og vel skrifuð.

Í lokin er hátíðargestum boðið í kaffisamsæti.

Það er von okkar að velunnarar kirkjunnar verði með okkur á þessum tímamótum í starfi safnaðarins.

Vigfús Þór Árnason,
sóknarprestur Grafarvogssóknar

 

 

 

Email, RSS Follow

Dagur íslenskrar náttúru

16 sep 2014
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent, Dagur íslenskrar náttúru, Náttúra

Dagur íslenskrar náttúru 2014Dagur íslenskrar náttúru er í dag og af því tilefni er rifjað upp gamla slagorðið Hreint land – fagurt land. Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Á þessum degi er hollt að staldra við og njóta náttúrunnar í umhverfi okkar, virða hana fyrir okkur, velta fyrir okkur fjölbreytileikanum, dást að ólíkum formum, litum, áferð, hljóðum og lykt og síðast en ekki síst átta okkur á þeim fjölmörgu og verðmætu gildum sem felast í náttúrunni og mikilvægi þess að hlúa að velferð hennar.

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Þessa dags er minnst um land allt í dag.

Email, RSS Follow

Evrópsk samgönguvika hefst í dag 16. september

16 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent, Bíllausi dagurinn, Miðgaraður, Samgönguvika

samgonguvika-2014Evrópsk samgönguvika hefst þriðjudaginn 16. september en markmið hennar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. 

Boðið verður upp á ýmsa viðburði í borginni til að vekja athygli á vistvænum ferðavenjum í Reykjavík.

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum.

Samgönguvika í Reykjavík hefst formlega kl. 12:00 þegar Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar nýjan hjólastíg við Suðurhlíð.

 

Ráðstefna um vistvænar samgöngur á vegum Grænu orkunnar verður haldin á Grand Hótel miðvikudaginn 17. september og hefst hún kl. 8:50.  

Skoða dagskrá: Vistvænar samgöngur.

Á fimmtudag kl. 18:00 er boðið upp á hjólaferð um borgina undir leiðsögn Árna Davíðssonar og lýkur ferðinni í súpu á Loft hostel.

Á föstudag verður haldin ráðstefnan Hjólum til framtíðar í Iðnó með fjölbreyttri dagskrá.

 Skoða dagskrá: Hjólum til framtíðar    Í lok ráðstefnunnar afhendir borgarstjóri hjólaskálina sem er viðurkenning fyrir eflingu hjólreiða.  Í beinu framhaldi af ráðstefnunni er mótttaka í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem borgarstjóri afhendir Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

Á laugardag hefja Hjólafærni á Íslandi og Landsamtök hjólreiðarmanna á ný vikulegar hjólreiðar um höfuðborgarsvæðið frá Hlemmi.  Lagt verður af stað kl. 10 í tveggja tíma ferð.

Mánudaginn 22. september er „Bíllausi dagurinn“ en þá eru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima, þegar haldið verður til vinnu eða skóla.

 

Nánari dagskrá:  Samgönguvika 2014


Email, RSS Follow

TAKK FYRIR STUÐNINGINN

16 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Fjölnir knattspyrna
MFL Fjölnis

Mynd: Gestur Þór Arnarson

Strákarnir vilja þakka fyrir stuðninginn sem þeir fengu úr stúkunni í Laugardalnum í gær, það var virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda af Fjölnismönnum hvetja liðið til sigurs gegn Fram.

Næsti leikur Fjölnis er gegn Stjörnunni sunnudaginn 21. september í Dalhúsum kl. 16.00

ÁFRAM FJÖLNIR

Hér má sjá stöðuna í deildinni

Email, RSS Follow

Fjölnir sigrar Fram 3-1 í fjörugum leik

15 sep 2014
Baldvin
0
Fjölnir knattspyrna, Pepsi Deildin

Fjölnir gerði góða ferð í dalinn ásamt um 1000 stuðningsmönnum.

Frábær frammistaða og 3 stig í höfn.

Með sigr­in­um komst Fjöln­ir upp úr fallsæti á meðan Fram sit­ur eft­ir í 11. sæti deild­ar­inn­ar, stigi á eft­ir þeim gul­klæddu.

„Mark­miðið fyr­ir leik var að halda skipu­lagi eins lengi og við mögu­lega gát­um. Við vild­um ekki hleypa þessu upp í neina vit­leysu. Eft­ir markið feng­um við aukið sjálfs­traust og geng­um á lagið,“ út­skýrði Þórir.

Þórir lék sinn besta leik í sum­ar en hann gekk í raðir Fjöln­is frá Val í fyrra­sum­ar. Hann skoraði lag­legt mark í fyrri hálfleik og í þeim síðari lagði hann upp mark fyr­ir Ragn­ar Leós­son með góðum und­ir­bún­ingi.

„Ég held að þetta hafi verið minn besti leik­ur í sum­ar sem og hjá liðinu,“ sagði Þórir þegar talið barst að hon­um sjálf­um. „Við spiluðum frá­bær­lega í kvöld og ég gæti ekki verið stolt­ari.“

IMG_6653 IMG_6667 IMG_6666 IMG_6665 IMG_6663 IMG_6662 IMG_6661 IMG_6668 IMG_6669 IMG_6670 IMG_6671 IMG_6672 IMG_6683 IMG_6676 IMG_6692 IMG_6688 IMG_6685 IMG_6695 IMG_6698 IMG_6700 IMG_6706 IMG_6704 IMG_6711 IMG_6717 IMG_6722 IMG_6723

Email, RSS Follow

Skáksveitir Rimaskóla standa í strömgu – Þátttaka í tveimur Norðurlandamótum

15 sep 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Fjölnir skák, Rimaskóli skák, Skáksveit Rimaskóla

SkáksveitNorðurlandamót barnaskólasveita 2014 var haldið á Hótel Selfossi helgina 12. – 14. september, viku eftir Norðulandamót grunnskólasveita.

Þetta árið vann Rimaskóli sér þátttökurétt á báðum mótunum sem er fátíttt en gerðist einnig árið 2011. Skáksveit Rimaskóla á Selossi var ung og óreynd. Má segja að þar hafi teflt fjórða kynslóð Rimaskólakrakka í skák. Rimaskólasveitin lenti í 4. sæti á mótinu og hlaut helming vinninga eða 10 talsins.

Fyrirliði sveitarinnnar og eina stúlkan á Norðurlandamótinu að þessu sinni,Nansý Davíðsdóttir 7-EH, stóð sig best allra keppenda og náði 4 vinningum af 5 og bestum árangri á 1. borði.

Aðrir í sveitnni voru þeir Kristófer Halldór Kjartansson, Róbert Orri Árnason, Mikael Maron íTorfason og Joshua Davíðsson, bróðir Nansýjar og yngsti keppandinn á mótinu. Þau eru öll gjaldgeng í sveitina næsta vetur. Liðstjóri Rimaskóla var Jón Trausti Harðarson, fjórfaldur Norðurlandameistari með skólanum.

 (HÁ) 

 

Email, RSS Follow
« First‹ Previous148149150151152153154Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is