• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Róbert og Nansý unnu sér þátttökurétt á BarnaBlitz

10 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barna Blitz, Barnastarf, Grafarvogur., Skák

Barna Blitz í HörpunniSkákdeild Fjölnis stóð fyrir undankeppni í BarnaBlitz á vikulegri skákæfingu á miðvikudegi. Þrátt fyrir að það gengi á með roki og slydduveðri þá þyrptust Fjölniskrakkar og efnilegir skákmenn úr öðrum hverfum og félögum til þátttöku um tvö laus sæti á BarnaBlitz. BarnaBlitz er einn af aukaviðburðum á Reykjavik Open 2015 í Hörpunni og eru það átta krakkar sem tefla þar til úrslita og glæsilegra verðlauna. Tefldar voru sex umferðir með sjö mínútna umhugsun. Rúmlega 30 skákkrakkar mættu til leiks og keppnin var jöfn og spennandi. Þegar fjórum umferðum var lokið voru þau Robert Luu og Nansý Davíðsdóttir jöfn að vinningum með fullt hús og tefldu því saman í 5. umferð. Þegar leið á skákina var Nansý komin í tímahrak með örlítið lakari stöðu. Þetta nýtti Róbert sér í þaula og vann skákina örugglega. Í lokaumferðinni kórónaði Robert glæsilega frammistöðu með því að sigra Sindra Snæ og klára mótið með fullu húsi. Systkinin Nansý og Joshua urðu í 2. – 3. sæti mótsins með 5 vinninga og í aukaskák um þátttökurétt á BarnaBlitz sigraði Nansý bróður sinn. Á Fjölnisæfingum er alltaf teflt um fjölda vinninga og einnig dregið í happadrætti. Í næstu sætum á eftir Roberti, Nansý og Joshua komu þeir Hákon Garðarsson, Sindri Snær Kristófersson, Einar Bjarki Arason, Halldór Atli Kristjánsson, Sæmundur Árnason, Jón Hreiðar Rúnarsson, Kristján Dagur Jónsson, Ísak Orri Karlsson og Ívar Björnsson. Þátttakendum var boðið upp á skúffuköku í skákhléi og kláraðist hún fljótt og vel. Skákstjóri var Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis og naut hann aðstoðar fjölda foreldra sem fylgdust með mótinu.

Úrslitin verða tefld á sviðinu í Hörpu laugardaginn 15. mars klukkan 12:00. Teflt verður með útsláttarfyrirkomulagi með tímamörkunum 4 02.

Email, RSS Follow

,,Lífsreynsla sem ég vil aldrei lenda í aftur“

09 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir, Grafarvogur., Skák
Rúta útaf i Hvalfirði

Mynd: Skessuhorn

Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta á vegum Skákakademíu Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis valt á hliðina nærri Hótel Glym í Hvalfirði sl. laugardag. 30 börn og þrír fullorðnir voru í rútunni sem var á leið í Vatnaskóg þar sem Skákdeild Fjölnis og Skákakademían eru með skákbúðir fyrir börn á grunnskólaaldri. Fjórir voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík en aðrir sluppu að mestu við meiðsli.

Helgi Árnason, skólastjóri í Rimaskóli og skákfrömuður, var fararstjóri með krökkunum á ferðalaginu. Helgi var einn af þeim sem slasaðist í þessu slysi og segir þetta hafa verið mikla lífsreynslu.

,,Krakkarnir voru sérlega yfirveguð og þau flest öll spennt í öryggisbelti. Þau slösuðust minna en maður hefði getað óttast en allt gerðist þetta mjög hratt. Við áttuðum okkur mjög  fljótlega á því að börnin sluppu að mestu. Það kom engin taugaveiklun upp og engin reyndist sem betur fer vera stórslasaður. Mæðgin í rútunni fengu slæma byltu en þau voru ekki heldur í beltum og þau hentust eins og ég þvert yfir rútuna. Ég meiddist á hné og á brjóstkassa en ekkert alvarlega.  Þetta hefði getað farið miklu verr ef maður hefði fengið höfuðhögg. Þetta minnir mann á að vera alltaf með beltin spennt hvort sem um lengri eða skemmri leiðir er að fara. Við komuna í Rimaskóli tóku foreldrar og Rauði Krossinn á móti hópnum og kynnti krökkunum þá aðstoð sem í boði var. Allir fengu síðan hressingu en það er lífsreynsla að lenda í atburði sem þessum og kennir manni ýmislegt. Þetta er ekki þægilegt og ég vil aldrei lenda í þessu aftur. Það fór betur en á horfðist,“ sagði Helgi Árnason skólastjóri í Rimaskóla.

Email, RSS Follow

Nansý fyrst til að leggja Hrafn í maraþoneinvíginu í Hörpunni

07 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grafarvogur., Skák

Hrafn Jökulsson skákfrömuður hóf skákmaraþon í Hörpunni kl. 9:00 í morgun föstudaginn 6. mars og ætlar að halda því áfram til miðnættis á laugardag. Hrafn sem er með skákmarþoninu að styðja góðan málstað og safna framlögum í söfnun Fatímusjóðs og UNICEF í þágu skólahalds fyrir sýrlensk flóttabörn. Hann óskaði sérstaklega eftir því að fá að tefla við skákstúlkur í Rimaskóla, núverandi Íslandsmeistarasveit grunnskóla í stúlknaflokki.

Þær Nansý, Halldóra Hlíf og Sara í 7-EH og Valgerður og Heiðrún Anna í 8. bekk tóku áskoruninni og tefldu allar við Hrafn sem var ánægður með þá góðu taflmennsku sem þær sýndu. Norðurlandameistarinn Nansý Davíðsdóttir tefldi afar vel og þrátt fyrir tímaþröng þá knúði hún fram sigur á lokasekúntunum og var þar með sú fyrsta til að leggja Hrafn.

Nansý uppskar langt lófatak allra þeirra sem voru viðstaddir í Hörpunni og ekki síst Hrafns sjálfs sem var afar ánægður með endataflið hjá Nansý. (HÁ)

Skákmaraþon Hrafn (1)_vefur Skákmaraþon Hrafn (2)_vefur Skákmaraþon Hrafn (3)_vefur Skákmaraþon Hrafn (4)_vefur Skákmaraþon Hrafn (5)_vefur

 

 

Email, RSS Follow

Guðsþjónusta sunnudaginn 8. mars

07 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Barnastarf, Bænahald, Bænir, Börn, Grafarvogskirkja, Grafarvogur.

Grafarvogskirkja

barattudagurÚtvarpsmessa kl. 11.00.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti: Hákon Leifsson

Sunnudagaskóli kl. 11.00.
Séra Vigfús Þór Árnason
Umsjón hefur: Ásthildur Guðmundsdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Þess verður minnst að 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, og einnig alþjóðlegur bænadagur kvenna.

Kirkjuselið í Spöng

Messa kl. 13.00
Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari
Kirkjuvinir syngja
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson

Sunnudagaskóli á sama tíma
Umsjón hefur: Ásthildur Guðmundsdóttir
Undirleikari: Stefán Birkisson

Email, RSS Follow

Malbikað í borginni fyrir 690 milljónir

04 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0

Malbikun 2015Í ár er áætlað að verja 690 milljónum til malbiksframkvæmda í Reykjavík og er það 250 milljón króna hækkun frá síðasta ári.

Fjárhagsáætlun þessa árs gerði ráð fyrir 110 milljón króna hækkun og í borgarráði í dag var tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um 150 milljón króna viðbótarframlag samþykkt. Í greinargerð með tillögunni segir að veðurfarslegar aðstæður í vetur hafi valdið miklu tjóni á gatnakerfinu.

Með viðbótarframlaginu sem samþykkt var í dag eru fjárframlög til malbikunar þau sömu og framlög voru árið 2008 að núvirði.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna tilfallandi viðhaldi og holufylla eftir þörfum eins og ávallt hefur verið gert. Vegfarendur eru hvattir til að láta vita af holum svo hægt sé að bregðast við.

Nú í mars og apríl verður ástand gatna metið faglega og á grundvelli þess mats verður framkvæmdaáætlun fyrir malbikun gerð.

Ending gatna fer eftir álagi á þær. Þannig er talið að minni húsagötur endist í 35 ár, fjölfarnari húsagötur í 30 ár, safngötur í 20 ár og tengibrautir í 12 ár. Rétt er að taka fram að viðhald og malbikun stofnbrauta er verkefni Vegagerðarinnar.

Email, RSS Follow

Fjölnisstelpur stóðu sig vel í Þorlákshöfn

03 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Fjölnir fimleikar, Grafarvogur.

Fimleikar - FjölnirUm síðustu helgi tóku stelpur úr Fimleikadeild Fjölnis þátt í hópfimleikamóti Þórs í Þorlákshöfn. Á mótinu kepptu stúlkur úr hópi A-3 hjá Fjölni og stóðu sig með prýði og lentu í fjórða sæti samanlagt af 11 liðum.

Mótið gekk mjög vel og allir voru ánægðir með mótsdaginn. Það fengu allir keppendur verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu stúlkurnar verðlaun í dansi. Þær voru að keppa í fyrsta skipti sem hópur í dansi. Það voru miklar framfarir frá síðasta móti og gaman að fylgjast með stelpunum. Foreldrar fjölmenntu á mótið og studdu vel við bakið á stelpunum.

Email, RSS Follow

Verklegar framkvæmdir Reykjavík

03 mar 2015
Baldvin Berndsen
0
Aðsent efni, Borgin, framkvæmdir, Grafarvogur., Verslunarmiðstöðin Spöngin

Frá útboðsþingi Samtaka iðnaðarins.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem haldið var á föstudag og kynnti þar verklegar framkvæmdir Reykjavíkurborgar á þessu ári.

Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar hljóðar upp á  8,7 milljarða í ár og fer upp í 9,3 milljarða á næsta ári.  Stærstu verkefnin sem ráðið verður í á næstu árum er nýr leik- og grunnskóli í Úlfarsárdal auk þess sem byggð verður í dalnum íþróttaaðstaða og bókasafn.  Af öðrum stórum skólaverkefnum sem ráðist verður í er viðbygging við Vesturbæjarskóla og Klettaskóla og hús fyrir frístundastarf Vogaskóla. Áfram verður unnið að endurbótum á skólalóðum grunnskóla og á þessu ári verður lokið við 2. áfanga lóða Árbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Ölduselsskóla.

Uppbygging íbúðasvæða

Mörg íbúðarsvæði eru á undirbúningsstigi og verður vaxandi kraftur í uppbyggingu þeirra á næstu árum. Reykjavíkurborg annast gatnagerð og að gera lóðir byggingahæfar. Meðal þeirra svæða sem eru á framkvæmdaáætlun í ár eru hafnarsvæðin, Hlíðarendi, reitir við Laugaveg og á Hlemmsvæðinu auk hverfa í Úlfarsárdal og Norðlingaholti þar sem unnið verður að ræktun og frágangi.

Almenningssamgöngur, hjólastígar, samgöngumiðstöð og aukin framlög til malbiksframkvæmda

Af stærri gatnaframkvæmdum sem eru á dagskrá eru gatnamót Geirsgötu og Lækjargötu, sem tengjast uppbyggingu í Austurhöfn. Þá verður Fellsvegur lagður en hann tengir betur Grafarholt og Úlfarsárdal. Þá verður áfram unnið í gerð forgangsreina fyrir strætó og unnið að úrbótum við biðstöðvar.  Þörf fyrir göngu- og hjólastíga verður áfram mætt af krafti, bæði verða lagðir nýir stígar og endurbætur gerðar á eldri stígum. Átak verður gert í að bæta aðstöðu með hjólastöndum og hjólaskýlum.

Dagur gerði malbiksframkvæmdir að umtalsefni og varpaði upp glæru þar sem greint var frá nýsamþykktri tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um aukið fé til þeirra en með samþykkt hennar eru fjárframlög til malbiksframkvæmda 690 milljónir króna árið 2015, sem eru sömu framlög og árið 2008, að núvirði.

Ný samgöngumiðstöð með fjölbreyttum möguleikum fyrir almenningssamgöngur, hjólaleigur og snjallbíla mun rísa í Vatnsmýrinni á næstu árum. Hönnunarsamkeppni um skipulag umferðarmiðstöðvar verður væntanlega á þessu ári.

Endurgerð á torgum og götum miðborgar

Dagur sagði að áfram yrði unnið að endurgerð á torgum og götum miðborgarinnar. Endurgerð á Hverfisgötu hafi tekist vel og mannlífið blómstrar.  Nú í ár verður Smiðjustígur endurgerður og Hjartatorg  endurbyggt. Samkeppni var nýlega haldin um endurgerð Laugavegar og verður hugað að hönnun á þessu ári, en framkvæmdir árið 2017.  Á dagskrá eru einnig torg í Þingholtum, Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg en tillögur um endurgerð þeirra voru fyrst settar fram af Evu Maríu Jónsdóttur sjónvarpskonu árið 2000.  Á næsta ári verður áfram unnið að endurgerð Frakkastígs sem og síðusta kaflanum á Hverfisgötu.

Ný útilaug við Sundhöllina

Við Sundhöllina verður byggð ný útisundlaug á grundvelli hönnunarsamkeppni og í Úlfarsárdal verður byggð sundlaug og nýtt íþróttahús hverfisins.  Framkvæmdir hefjast á báðum stöðum innan tíðar.
Þá verður ráðist í skemmtilega uppbyggingu fyrir káta krakka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það verkefni er viðvarandi á dagskrá næstu fimm ár.  Nýr frjálsíþróttavöllur verður byggður upp í Mjóddinni á athafnasvæði ÍR.

Betra svið í Borgarleikhúsinu og stækkun Grófarhúss

Af verkefnum tengd menningar- og ferðamálum ber hæst á þessu ári ný geymslubygging við Árbæjarsafn, en einnig eru fyrirhugaðar miklar endurbætur á sviði Borgarleikhússins. Á næsta ári verður mestu fé varið í viðbyggingu við borgarbókasafnið í Grófarhúsi.

1,7 milljarður til viðhaldsverkefna í fasteignum borgarinnar

Til reglubundins viðhalds fasteigna Reykjavíkurborgar er ráðstafað rúmum 900 milljónum, en einnig verður 800 milljónum varið í átak vegna stærri viðhaldsverkefna.  Stærstur hluti þessa fjár fer til skóla- og leikskóla.

Mikil almenn uppbygging í Reykjavík

Dagur gerði einnig að umtalsefni mikla almenna uppbyggingu í Reykjavík. Áform fyrirtækja, verktaka og fjárfesta, væru í takt fyrir framtíðarsýn borgarinnar og aðalskipulag um þéttingu byggðar.  Reykjavíkurborg hefur efnt til samstarfs þar sem hugsað verður fyrir markmiðum borgarinnar um að stuðla að uppbyggingu leigumarkaðar og félagslega blöndun.  Hann greindi einnig frá samstarfi um búseturéttaríbúðir, námsmannaíbúðir og íbúðir fyrir aldraða.  Nánari upplýsingar er að finna í glærukynningu sem sýnd var á fundinum.

 

Tengt efni:

Kynning borgarstjóra á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins. 

Email, RSS Follow

Reyk lagði frá potti í Laufrima

01 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Börn, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Grafarvogskirkja, Safnaðarstarf

LaufrimiSlökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði allan varann á og mætti með fjölmennt lið að Laufrima laust fyrir klukkan 16 í dag. Reyk lagði út um glugga en þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í ljós að reyknum olli pottur frá eldavél. Þetta verkefni gekk vel og fljótt fyrir sig og að lokum var íbúðin reykræst.

Email, RSS Follow

Kvennalið Fjölnis með í Olís-deildinni næsta vetur

01 mar 2015
Kristjan Sigurdsson
0
Aðsent efni, Börn, Fermingar í Grafarvogi, Fjölnir fimleikar, Fjölnir knattspyrna, Fjölnir körfubolti, Frístundaheimili Grafarvogi, Helgihald
DSC_1190 1

Stelpurnar þurfa á góðum stuðningi að halda í Olís-deildinni næsta vetur.

Handknattleiksdeild Fjölnis ákvað það í vikunni að senda lið til keppni í Olís-deild kvenna næsta vetur. Fyrir áramótin var gefin út viljayfirlýsing með stuðningi allra foreldra og núverandi leikmanna og nú var enn eitt skrefið tekið í átt að þessu áhugaverða verk­efni.

Kvennalið Fjölnis er mjög efnilegt og verður spennandi að fylgjast með stelpunum í baráttunni við sterkustu lið landsins. Þá hafa ennfremur verið gerðir samningar til þriggja ára við leikmenn og framtíðarleikmenn liðsins allt niður í fjórða flokk.

Email, RSS Follow
« First‹ Previous126127128129130131132Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is