Grafarvogskirkja – vorhátíð barnastarfsins 13. maí kl. 11:00

Vorhátíð sunnudagaskólans verður sunnudaginn 13. maí kl. 11:00.

Hátíðin byrjar í kirkjunni þar sem við syngjum og hlustum á sögu.

Nemendur úr Tónlistarskólanum í Grafarvogi flytja tónlistaratriði og félagar úr Barnakór Grafarvogskirkju syngja nokkur lög.

Síðan verður hægt að fara út að hoppa í hoppukastala og fá grillaðar pylsur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.