Sunnudagurinn 8. janúar – Nýr prestur settur inn í embætti og sunnudagaskólinn hefst á ný

Messa  kl. 11:00

Séra Gísli Jónasson prófastur setur sr. Grétar Halldór Gunnarsson inn í embætti prests við Grafarvogssöfnuð. Sr. Grétar Halldór prédikar og prestar sanfaðarins þjóna fyrir altari.
Eftir messu verður boðið upp á léttan hádegisverð og kaffi.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Loksins hefst sunnudagaskólinn í Grafarvogskirkju á ný eftir jólaleyfi. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Bjarki Geirdal Guðfinnsson. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa og sunnudagaskóli í Kirkjuseli hefst á ný sunnudaginn 15. janúar kl. 13:00

Velkomin í kirkju!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.