Karlakór Grafarvogs óskar eftir söngvurum

Merki IIKarlmenn, strákar, herramenn, gumar, gæjar, séntilmenn, peyjar, piltar og sérstaklega…

SÖNGMENN ÓSKAST!

Nýstofnaður Karlakór Grafarvogs óskar eftir áhugasömum mönnum til þess að taka þátt í blómlegu og skemmtilegu söngstarfi. Þeir mega vera af öllum stærðum og gerðum og þurfa að uppfylla aðeins eitt skilyrði:

Að hafa gaman af því að syngja!

Æfingar verða á mánudagskvöldum í Grafarvogskirkju.
Kynning og fyrsta æfing verður kl. 20:00 þann 19. september n.k.

Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 698 4760.
Einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á irise@simnet.is.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.