Guðsþjónustur og sunudagaskólar 17. janúar kl. 11 og 13

Grafarvogskirkja kl. 11:00:

Messa þar sem fermingarbörnum úr Foldaskóla er sérstaklega boðið ásamt fjölskyldum sínum. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar syngur.
Eftir messu verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar sem farið verður yfir flest sem viðkemur fermingunni.

Sunnudagaskóli í umsjá Þóru Bjargar Sigurðardóttur, æskulýðsfulltrúa og séra Sigurðar Grétar Helgasonar. Undirleikar er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið kl. 13:00:

Selmessa með séra Sigurði Grétari Helgasyni. Vox Populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli í umjá Rósu Ingibjargar Tómasdóttur. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Velkomin!Grafarvogskirkja

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.