1.deildar lið Fjölnis í handknattleik fer vel af stað á Íslandsmótinu sem hófst um helgina. Fjölnir tók á móti Víking í Dalshúsum í sínum fyrsta leik og gerði sér lítið fyrir og sigraði sannfærandi, 30-25. Gestirnir í Víkingi voru yfir í hálfleik, 13-16.
Fjölnisliðið mætti mjög einbeitt til leiks í síðari hálfleik, jafnaði leikinn fljótt, og seig hægt og bítandi fram úr. Liðið tryggði sér að lokum góðan og óvæntan fimm marka sigur. Þessi kröftuga byrjun ætti að gefa liðinu byr undir báða vængi og verður spennandi að fylgjast með framgangi liðsins í deildinni í vetur. Grafarvogsbúar eru hvattir til að mæta leiki liðsins og styðja þannig vel við bakið á liðinu.
Bjarni Ólafsson, Sigurður Guðjónsson og Kristján Örn Kristjánsson skoruðu 5 mörk hver fyrir Fjölni en Kristján er aðeins 15 ára og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki á Íslandsmóti. Arnar Sveinbjörnsson varði 10 skot í markinu, þar af 2 vítaköst.