Ungmennafélagið Fjölnir og Dale Carnegie standa fyrir námskeiði í tjáningu og samskiptum. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta tjáninguna og efla sig í mannlegum samskiptum. Á námskeiðinu skoðum við hvernig fólk myndar sér skoðun á viðmælendum sínum út frá rödd þeirra og líkamstjáningu. Hverning handahreyfingar hafa áhrif á framkomu og upplifun áheyrenda. Við skoðum leiðir til að auka kraft okkar og trúverðugleika.
Námskeiðið er skemmtilegt, krefjandi og kraftmikið. Skráðu þig núna og láttu kveða að þér í sumar!
Hvenær: Fimmtudaginn 21. maí. Um er að ræða tvö námskeið. Annars vegar fyrir 15 og 16 ára kl. 17.00 til 18.30 og hins vegar 17 ára og eldri kl. 20.00 til 21.30.
Fyrir hverja: Allir velkomnir. Innan félags sem utan.
Hvar: Ármúli 11, 3ju hæð.
Verð: Ókeypis
Skráðu þig hér http://www.dale.is/skraning eða hringdu í síma 555 7080
Þeir sem koma á námskeiðið fá afslátt á námskeið Dale Carnegie í sumar. Skoðaðu námskeiðin okkar hér eða taktu styrkleikaprófið hér