Helgihald 20. janúar
Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00
Messa verður í Grafarvogskirkju þar sem sr. Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Sigurður Grétar Helgason þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Fermingarbörn úr Vætta- Rima- og Kelduskóla ásamt fjölskyldum þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Eftir messu verður fundur þar sem farið verður yfir allt sem viðkemur fermingunni, sem óðfluga styttist í.
Kaffi og kleinur eftir messu!
Sunnudagaskólinn
Sunnudagaskólinn er á sínum stað á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Dans, söngvar og skemmtilegar sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón og Stefán Birkisson leikur á píanó.
Selmessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00
Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar við Selmessu í Kirkjuselinu. Vox Populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Verið öll hjartanlega velkomin!



Kæru skólastjórnendur og foreldrar/forráðamenn.




Messa í Grafarvogskirkju kl. 11:00. sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Guðrún Karls Helgudóttir
Frímúraramessa verður í Grafarvogskirkju 6. janúar klukkan 11:00.


Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989. Þessum merka áfanga verður fagnað með ýmsu móti víða um heim enda hafa öll ríki heims, utan Bandaríkjanna, staðfest sáttmálann og er Barnasáttmálinn á þrjátíu ára afmælinu því orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum. Embætti umboðsmanns barna stendur á tímamótum við upphaf afmælisársins því á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól voru samþykktar breytingar á lögum um embættið sem munu styrkja það verulega auk þess sem þingið hafði samþykkt auknar fjárveitingar til embættisins í fjárlögum stuttu áður.








