Vetrarleyfisskákmót Fjölnis og Gufunesbæjar í Hlöðunni næsta föstudag
Næsta föstudag 21. febrúar verður haldið hið árlega Vetrarleyfisskákmót Skákdeildar Fjölnis og Gufunesbæjar í Hlöðunni við Gufunesbæ.
Mótið hefst kl. 13:00. Tefldar verða 6 umferðir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Fjöldi verðlauna verður í boði: bíómiðar, pítsur, aðgangskort að skíðasvæðum og sundstöðum. Í fyrra mættu 30 keppendur til leiks og nýttu vetrarleyfistímann til skákiðkunar. Mótstjórar á Vetrarleyfismótinu verða þeir Stebbi Bergs og Björn Ívar frá Skákakademíu Reykjavíkur.