,,Leikurinn í kvöld leggst vel í mig sem og aðra liðsmenn. Það er mikill spenningur í loftinu enda mikið í húfi, sjálft sætið í Olísdeildinni á næsta tímabili. Tveir síðustu leikir hafa fallið með Selfyssingum eftir góða frammistöðu okkar í fyrstu tveimur leikjunum. Stuðningur í leiknum í kvöld getur skipt sköpum og við erum staðráðnir í því að standa okkur. Við eigum góðu liði á að skipa og stefnum að takmarkinu okkar,“ sagði Sveinn Þorgeirsson Fjölnismaður í samtali við hann núna rétt eftir hádegið.
Sveinn sagði alveg ljóst að þeir yrðu að loka á skyttur Selfyssinga sem hafa verið atkvæðamiklir í síðustu leikjum.
,,Við verðum að vera skynsamir í okkar leik, klára sóknirnar vel og leika sterkan varnarleik. Það verður mögnuð stemning á leiknum, tvö jöfn lið að eigast við, og spennustigið verður gríðarlega hátt.