Menningarhús Spönginni, laugardagur 7. maí kl. 14
Skólahljómsveit Grafarvogs var stofnuð 1993 og sinnir nú á annað hundrað grunnskólanemendum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal.
Starfinu er að jafnaði skipt í þrjár hljómsveitir, A B og C sveit. Sveitin gegnir veigamiklu hlutverki í hverfunum við tónlistarflutning við hátíðleg tækifæri. Elsta hljómsveitin fer að jafnaði í tónleikaferðir til útlanda annað hvert ár til viðbótar við fjölmargar æfingaferðir innanlands. Hljómsveitin hefur hlotið viðurkenningu Nótunnar fimm sinnum og komið fram í sjónvarpi fjölmörgum sinnum.
Hópurinn sem kemur fram á bókasafninu í Spönginni er næstelsta sveitin, svokölluð B-sveit, aðallega krakkar í 5. – 7.bekk. Þau leika fjörug lög og skemmtileg lög: allt frá Thriller til tónlistar úr teiknimyndinni Alladín.
Umsjónarmaður er Ásta Halldóra Ólafsdóttir, asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is.