Tæknihópur og listasmiðja í Grafarvogi

Tæknihópur ITæknihópur

(10-12 ára)

Tæknihópurinn hittist í 6 skipti yfir önnina og er fyrsta skiptið fimmtudaginn 2. október. Þar gefst þátttakendum kostur á að skyggnast inn í tækniheiminn í tengslum við ljós, hljóð og tölvur. Áætlað er að farið verði í 1-2 vettvangsferðir. Fyrir þá sem hafa brennandi tækniáhuga þá er þetta tækifæri sem þú vilt ekki missa af. Tæknihópurinn verður í umsjá Geirlaugs Inga og Þóru Bjargar. Þó munu fleiri koma að námskeiðinu með kynningar á ýmsum tæknimálum. Námskeiðsgjald fyrir tæknihópinn er 5.000 kr á barn. Fjöldatakmörkun er í hópinn og fer skráning fram á thora@grafarvogskirkja.is

 

 

Listasmiðja (9-11 ára)

Listasmiðjan hittist 12 sinnum yfir önnina og er fyrsta skiptið fimmtudaginn 18. september.

Í listasmiðjunni munum við m.a. læra að mála á postulín og búa til útsaumuð listaverk í samstarfi við eldri borgara í Grafarvogi.

Við munum einnig búa til brjóstsykur, halda hæfileikasýningu, syngja, dansa og fleira.

Námskeiðsgjald fyrir listasmiðjuna er 5.000 kr á barn. Fjöldatakmörkun er í hópinn og fer skráning fram á thora@grafarvogskirkja.is

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.