Styrktarleikur og gleði í Dalhúsum miðvikudaginn 20.desember frá 19:00-21:00.
1.500 kr inn. ( Happadrættismiði innifalinn)
Sjoppa á staðnum.
Happdrætti í hálfleik
Meistaraflokkar boltagreina karla og kvenna spila
Ingvar (Byssan) kynnir
Skemmtiatriði ( nánar þegar nær dregur) Áttan og fleiri
Skotkeppnir
Dagskráardrögin eru þá svona hjá okkur:
19:00 – Liðin kynnti út á völl
19:10-20:00 – Spilaður körfubolti og handbolti milli liðanna ( mfl kk og kvk í hand,körfu og fótbolta spila) ásamt utanaðkomandi fyrirliðum.
20:00-20:40 – Happadrætti og sprell.
Skemmtiatriði
20:40-21:00 – Leikir kláraðir.
21:00. Fulltrúi Hugarafls afhendur ágóðinn og dagskrá slitið.
Búið er að stofna bankareikning fyrir þá sem að komast ekki á viðburðinn eða vilja leggja í púkkið.
0331-13-111231
250689-2179.
Þetta árið ætlar Fjölnissfjölskyldan að safna fyrir Hugarafli.
„Félagasamtökin Hugarafl starfrækja notendastýrða endurhæfingu og virknimiðstöð fyrir fólk með geðraskanir.
Hugarafl og Geðheilsa-eftirfylgd ( teymi fagfólks ) veita stuðning í
bataferli sem byggir á að efla geðheilsu og tækifærin í daglegu lífi. Sá sem slæst með í för eða óskar eftir stuðningi, kynnist því bæði faglegum stuðningi og þekkingu notanda í bata og það getur orðið sameiginlegt veganesti í bataferlinu. Samhliða því getur einstaklingur sótt liði á dagskrá sem styðja við bataferli viðkomandi og síðar unnið að auknum tækifærum í samfélaginu, s.s. skólagöngu, atvinnu og auknum lífsgæðum. Hugarafl er stærsta opna úrræði á Íslandi sem veitir einstaklingum með
geðraskanir stuðning og þjónustu. Með opnu úrræði er átt við að það er opið öllum sem telja sig þurfa á því að halda óháð aldri, stöðu, tilvísunar og sjúkdómsgreiningar. Einstaklingur getur leitað til
Hugarafls á eigin forsendum og ekki er gerð krafa um milliliði.
Til Hugarafls leyta 30 – 60 einstaklingar á dag eftir þjónustu, hvort
sem er í formi viðtala, hópavinnu, samveru með batahvetjandi umræðum, sækja fyrirlestra ofl.
Mjög öflugt starf er í Hugarafli fyrir ungt fólk ( 18 – 30 ára ) þar sem
fjöldi fólks hefur farið aftur útí lífið eftir mikla einangrun.
Hugarafl eru líka baráttufélag og stendur vörð um að rödd þeirra sem nota geðheilbrigðiskerfið fái að heyrast, láta til sín taka með að kynna geðheilbrigði fara með geðfræðslur í grunn- og framhaldskólana. Síðasta ár hefur félagið barist fyrir lífi sínu, ef svo má að orði komast þar sem styrkir / stuðningur frá ríki og borg var í sögulegu lágmarki. Og þar sem um frjáls félagasamtök er að ræða eru það þeir styrkir auk stuðnings frá fyrirtækjum og einstaklingum á landinu sem halda starfinu gangandi.“
Af heimasíðu hugarafls