Stærsta Getraunakaffi Íslands hefst 24. mars!

Taktu þátt í STÆRSTA getraunakaffi landsins sem hefur slegið gjörsamlega í gegn hjá Fjölni. Við ætlum að bæta Íslandsmetið í þáttöku og því eru ALLIR VELKOMNIR og EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD!

Nýr hópleikur fer í gang laugardaginn 24. mars og stendur yfir til 12. maí alla laugardaga á milli kl. 10 og 12 í Egilshöll.

Leikurinn er sáraeinfaldur en tveir eru saman í liði og giska á úrslit 13 leikja í enska boltanum. Þetta verður 7 vikna hópleikur þar sem 6 bestu vikurnar gilda (frí um páskahelgina).

Reglurnar í leiknum má finna hér:
http://www.fjolnir.is/knattspyrna/getraunir1/

Þessi FB grúbba sér um allt utanumhald:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921/

Þetta er flottur vettvangur sem gefur Fjölnisfólki tækifæri á að hittast, spjalla og hafa gaman. Kjörið fyrir foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu.

Þá viljum við bjóða KONUR sérstaklega velkomnar. Það er algjör mýta að getraunir séu einungis fyrir karla og við viljum virkja konurnar betur og vera félagið sem er með flestar konur í getraunakaffinu en þess má geta að kvennahópurinn Tippkonur hefur staðið sig einna best hingað til!

Við bjóðum alltaf upp á kaffi og bakkelsi frá Bakarameistaranum fyrir alla ókeypis.

Mættu með vin/vinkonu/son/dóttur/ömmu/afa þann 24. mars í Egilshöll og stofnaðu lið eða sendu okkur tölvupóst á netfangið 1×2@fjolnir.is með kennitölu og símarnúmeri liðsmanna sem og nafni á liðinu.

ALLIR velkomnir og FRÍTT að taka þátt! #FélagiðOkkar

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.