Rætur og flækjur – Borgarbókasafnið Spönginni 22.mars kl 17.00-19.00

Guðrún Gunnarsdóttir sýnir verk, unnin úr þráðum. Í þeim byggir hún á bakgrunni sínum í textíl og hönnun, en vefstólinn nýtir hún ekki lengur, heldur notar hún þráðinn beint, mótar hann í höndunum og gerir að skúlptúrum sem hún kallar þrívíddarteikngar.

Þráðurinn er oftast vír, en einnig notar Guðrún á þessari sýningu hrosshár, plast, garn, pappír og þurrkaðar jurtarætur. Einnig eru útsaumsverk á sýningunni. Í verkum Guðrúnar má oft finna tengingu við gamalt handverk.

Verkin eru unnin í rýmið í Spönginni, eru leikur með línur og skugga og tengsl við náttúru og menningu. Öllu er skákað saman til að ná fram spennu og því sem svo oft er mikilvægt í upplifun, hrárri fegurð hins smáa. Óreiða og flækjur sem hægt er að tengja við dulúð og ljóð. Verkin eru flest unnin á árunum 2017-2018.

Sýningin stendur yfir til 30. apríl, verið velkomin á opnun hennar fimmtudag 22. mars kl. 17:00.

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.