Mjög mikilvægt að greiða æfingagjöldin sem fyrst !

Góðan daginn,

 

Það er mjög mikilvægt að allir breggðist skjótt við og greiði æfingagjöld hjá félaginu sem fyrst. Hér fyrir neðan eru raktir nokkrir mikilvægir punktar um æfingagjöldin.

  • Miða skal við að æfingagjöld séu greidd  í upphafi tímabils eða fyrir 20. janúar 2015.

 

    • Hafi æfingagjöld ekki verið greidd 4. febrúar og barnið verið við æfingar  verður sendur greiðsluseðill á forráðamann.  Ef forráðamaður vill breyta þeim greiðslumáta leggst á aukagjald 1.500 kr.
    • Vorgjald verður að greiðast fyrir 20. janúar 2015 eftir það fellur vorgjalda möguleikinn út og þá verður að greiða árgjald.
    • Veittur er 5% systkina afsláttur innan deildar
  • Athygli er vakin á því að lang hagstæðast er að ganga frá árgjaldi fyrir þá iðkendur sem æfa meira en 3-4 mánuði ári.  Besta leiðin er að úthluta strax 35.000 kr frístundastyrk Reykjavíkurborgar.  Iðkendur með ógreidd æfingagjöld fá ekki að keppa fyrr hönd Fjölnis og hafi ekki verið gengið frá æfingagjöldum eftir eina ítrekun má búast við að þjálfarar vísi iðkendum af æfingum.  

 

  • Greiðsla æfingagjalds er forsenda/skilyrði fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur þess fer á.  Þjálfarar skrá mætingar á hverja æfingu.
  • Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þáttöku iðkandans.
  • Ef þátttakandi hættir æfingum á  miðju tímabili eru gjöldin ekki endurgreidd nema að góð og gild ástæða sé fyrir því að barnið hætti s.s. búferlaflutningur og /eða meiðsli. Hafa skal samband við skrifstofu félagsins sem afgreiðir umsóknir í samráði við deildir. Ekki er heimilt að endurgreiða það sem greitt hefur verið með Frístundakorti Reykjavíkurborgar.Bestu kveðjur,Íþrótta- og félagsmálastjórifrida@fjolnir.is
  • 578-2702
  • Ungmennafélagsins Fjölnir
  • Málfríður Sigurhansdóttir

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.