Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu 8.- 3. flokkur verður haldið í Dalhúsum sunnudaginn 20. september kl. 14:30 – 15:30. Að lokahófi loknu er svo leikur hjá mfl. karla þar sem Fjölnir tekur á móti Víking kl:16:00 og ætlum við að fjölmenna á leikinn.
Gengið er inn um sundlaugarinnganginn og þaðan inn í íþróttasalinn.
Ekki verða veitt verðlaun en allir flokkar verða kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og félagið þakkar öllum fyrir ánægjulegt samstarf á tímabilinu.
Biðjum alla iðkendur að mæta í Fjölnispeysu.
Aðstandendur eru beðnir um að koma með veitingar á hlaðborð – kleinur, flatkökur, múffur, súkkulaðikökur osfrv en ekki drykki þeir verða á staðnum.
Fjörið byrjar kl. 14:30 þegar allir koma með bakkelsi á hlaðborðið.
Síðan verða flokkarnir kallaðir upp og farið verður yfir tímabilið og fara svo í liðsmyndatöku.
Dregnir verða út bíómiðar.
Síðan fáum við okkur að borða af hlaðborðinu og kl. 15:30 verður gengið á Fjölnisvöllinn þar sem Fjölnir tekur á móti Víking í Pepsídeildinni kl. 16:00.
Verðum með andlitsmálningu og Fjölnistattú.
Allir að mæta glaðir og kátir og síðan styðjum við okkar stráka til sigurs !
Áfram Fjölnir.