Nú líður senn að 21. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer 2. – 5. ágúst nk. í Þorlákshöfn. Það hefur alltaf stór hópur frá Fjölnir tekið þátt í unglingalandsmótum UMFÍ. Félagið hvetur iðkendur og fjölskyldur þeirra til að taka þátt í þessu vinsæla og skemmtilega móti sem landsmótið hefur ætið verið 🙂
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Skráningargjald er 7.000 kr. og var opnað fyrir skráningu 1. júlí sl. á slóðinni www.ulm.is.
Unglingalandsmót UMFÍ hafa farið fram reglulega frá árinu 1992 og árlega frá árinu 2002. Mótið hefur ætíð farið fram um verslunarmannahelgina. Mótið hefur vaxið og sannað gildi sitt sem glæsileg fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman koma börn og ungmenni ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreytti og skemmtilegri dagskrá.
Góða skemmtun,
Kær kveðja starfsfólk Fjölnis,