Nú styttist heldur betur í fyrsta leik hjá Fjölni í Pepsi-deild karla 2017 og því eru heimaleikjakort á Extra völlinn komin til sölu inn á Tix.is.
Kaupferlið er hægt að afgreiða einfaldlega í gegnum þennan link: https://tix.is/is/event/3905/arsmi-ar-a-heimaleiki-fjolnis-2017/
Þrjú mismunandi heimleikjakort eru í boði, hvert öðru betra. Sjá meðfylgjandi mynd til útskýringar.
Almennt miðaverð í Pepsi-deildinni í ár verður 2.000 kr. og því eru heimaleikjakortin EXTRA hagstæð og sem dæmi er 32% ódýrara að kaupa Fjölniskort 1 í stað þess að kaupa sig inn á alla leiki í miðasölunni. Þetta eru því nánast 4 leikir ókeypis sem viðkomandi fær í kaupbæti.
Ef fólk vill dreifa greiðslum þá er það í boði í gegnum iðkendakerfi Fjölnis líkt og í fyrra – sjá link: https://fjolnir.felog.is/
Kortin verða svo afhent á fyrsta heimaleik í miðasölunni þann 8. maí.
Áfram verður frítt inn fyrir börn 16 ára og yngri að sjálfsögðu.
Það er skemmtilegt sumar framundan og þinn stuðningur skiptir miklu máli. Sjáumst á Extra vellinum í sumar.
https://tix.is/is/event/3905/arsmi-ar-a-heimaleiki-fjolnis-2017/
Áfram Fjölnir!“