Ingibjörg Óðins, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokknum

Ingibjorg Odinsdottir2016litur litilVið ræddum við Ingibjörgu og hérna eru upplýsingar um hana og það sem hún hafði að segja um sig og sín málefni.

Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef ávallt verið virkur þátttakandi í samfélaginu, jafnt á vinnumarkaði sem í sjálfboða- og trúnaðarstörfum. Ég hef góða reynslu úr atvinnulífinu, bæði úr opinbera og einkageiranum, og þekki samkeppnisumhverfi og lögmál vinnumarkaðarins vel.

Mig langar til að leggja mitt af mörkum og vinna að því að auka sátt í samfélaginu. Ég vil stuðla að því að þingmenn hugsi í lausnum með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við þurfum að snúa bökum saman og horfa til framtíðar. Úrlausnarefnin eru brýn og allra hagur að leiða þau farsællega til lykta.

Sem frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins er ég hluti af heild og þeim stefnumálum sem sett eru fram í kosningum, en ég legg sérstaka áherslu á húsnæðismál, heilbrigðisþjónustuna og málefni aldraðra, ásamt menntamálum og samgöngumálum.

 

Menntun: MBA frá HÍ í viðskiptafræði og stjórnun, BSc. Í frétta- og blaðamennsku frá Ohio
University í Bandaríkjunum, stúdent frá Verslunarskóla Íslands.
Starfsferill: Mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (núverandi), mannauðsstjóri
Skýrr (Advania), stjórnunar- og starfsmannaráðgjafi hjá Capacent og blaða- og fréttamaður.XD_Merki
Störf fyrir flokkinn: Ég hef verið varaþingmaður RVK norður þetta kjörtímabil, hef setið
miðstjórn flokksins, í stjórn velferðarnefndar, í stjórn efnahags- og skattanefndar, Varðar og
stýrði starfshópi um rafrænar kosningar. Sat í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi og í
hverfisráði Grafarvogs. Ég hef einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn innan
borgarinnar, m.a. verið varamaður í velferðarráði og mannréttindaráði, í stjórn
hjúkrunarheimilis, í starfshópi um mannréttindi eldri borgara, mannréttindi útigangsfólks,
stýrihóp um hlutverk og framtíð hverfismiðstöðva, og stýrihópi um skipulagningu
Gufunessvæðisins.
Félagsstörf: Ég hef setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka og stofnana, m.a. Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna, íþróttafélagsins Fjölnis, fimleikadeildar Fjölnis, Vímulausrar æsku,
hjúkrunarheimilisins Skógarbær, Leiðtoga Auðar og setið í trúnaðarráði VR.
Fjölskylduhagir: Ég er gift Lárusi Elíassyni verkfræðingi og á með honum þrjú uppkomin börn.

Hérna er grein eftir Ingibjörgu sem birtist í Fréttablaðinu…..

Myndband…..

 

 

 

Takk slider 940x360Stólpi auglýsing stór II

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.