Þekkir þú til á starfsstaðs, eða veist um hóp, verkefni eða einstakling sem þér finnst að eigi að verðlauna fyrir nýbreytni, alúð og þróun í velferðarþjónustu?
Velferðarráð efnir til hvatningarverðlauna fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar árið 2015.
Markmið hvatningarverðlaunanna er að örva og vekja athygli á því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram í velferðarþjónustu borgarinnar.
Starfsmenn Velferðarsviðs og annarra sviða Reykjavíkurborgar, notendur velferðarþjónustu og samstarfsaðilar geta tilnefnt. Unnt er að tilnefna einstakling, starfsstað, hóp og/eða verkefni til verðlauna Einnig má tilnefna einstakling fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.
Tilnefningar þarf að send inn fyrir 14. mars 2016 en allar nánari upplýsingar er að finna á síðu hvatningarverðlaunanna.