• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Hlutdeild vistvænna samgangna eykst verulega í Reykjavík

17 des 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Félag eldriborgara í Grafarvogi, Frístundaheimili Grafarvogi, Menntamál, Safnaðarstarf, Samgöngu, Skólastarf, Verslunarmiðstöðin Spöngin

Hlutdeild vistvænna samgangna hefur aukist töluvert í Reykjavík undanfarin ár og æ fleiri bílstjórar og farþegar velja fremur að ganga eða hjóla á ferðum sínum um borgina. Þetta kemur fram í nýrri ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin létu gera nú í haust.

  • Æ fleiri hjóla í Reykjavík

Hlutdeild þeirra sem nota bifreiðar í Reykjavík hefur lækkað síðastliðin þrjú ár. Árið 2011 fóru 74,8% aðspurðra ferða sinna á bíl eða sem farþegar en 70,4% árið 2014.  „ Þessar tölur sýna að nú eiga breytingar sér stað í Reykjavík eins og í mörgum öðrum borgum. Skoðanakannanir hafa sýnt aftur og aftur að fólk vill eiga þess kost nota hagkvæma og vistvæna ferðamáta á leiðinni í og úr vinnu. Þess vegna kemur það ekki á óvart að þeim fjölgi sem gera það,“ segir Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og bætir því við að lykillinn að góðu og manneskjulegu borgarumhverfi séu góðar göngu- og hjólaleiðir ásamt almenningssamgöngum.

Þetta er í þriðja sinn sem ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins eru mældar í svo viðamikilli könnun, fyrst árið 2002. Úrtakið núna var 12.747, þar af 7.934 í Reykjavík og tóku 42,6% þátt. Könnunin var gerð 8. október – 16. nóvember 2014. Hægt var að svara á vefslóð með veflykli og hringt var út til að bjóða fólki að svara í síma.  Capacent Gallup gerði könnunina.

Fleiri ganga og hjóla

Töluvert fleiri fara nú ferðir sínar fótgangandi í Reykjavík eða 18% árið 2014 miðað við 15,9% árið 2011. Þá hefur hjólreiðafólki fjölgað um 17% á þremur árum. Árið 2011 hjóluðu 4,7% aðspurðra Reykvíkinga milli staða en nú eru það 5,5%. Þá fara nú 6% fleiri með strætó eða 4,8% en árið 2011 fóru 4,5%.

Könnunin staðfestir ákveðna breytingu sem á sér stað um þessar mundir á höfuðborgarsvæðinu í heild sem er að gangandi og hjólandi fjölgar í kjölfar þess að aðstæður til að komast til og frá staða batna fyrir þennan hóp. Þau sem kjósa að hjóla til og frá vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu í heild, þegar nágrannasveitarfélögin eru tekin með, hefur fjölgað um 20% frá síðustu könnun, frá því að vera 3.8% í 4.5%.

Ferðir í strætisvagni á höfuðborgarsvæðinu í heild eru vinsælastar hjá aldurshópnum 13-17 og 17-24 ára og fara um 23% þeirra daglega í strætó.

Vesturbæingar hvíla bílinn

Þegar Reykjavík er skoðuð eftir hverfum koma fram jákvæðar breytingar  í takt við áherslur í aðalskipulagi Reykjavíkur um að tryggja öruggar, skilvirkar, þægilegar og vistvænar samgöngur fyrir alla. Í því samhengi má nefna lengd sérstakra hjólastíga í Reykjavík hefur aukist úr 14 km árið 2011 í 30 km árið 2014.

Töluverðar breytingar á ferðavenjum hafa orðið í nokkrum hverfum borgarinnar, t.d. hvíla íbúar í Vesturbæ bílinn oftar en þeir gerðu árið 2011, því 73% þeirra fóru þá ferða sinna á bíl sem bílstjórar eða farþegar í bíl en nú um 62%. Fleiri hjóla og ganga en áður.

Segja má að Vesturbæingar nálgist óðfluga markmið aðalskipulags Reykjavíkur um að hlutdeild bílferða af öllum ferðum lækki úr 75% árið 2011 í 58% árið 2030.

Íbúar í nágrenni við Laugardal ganga

Í Laugardal og nágrenni fara 21% íbúa ferðir sínar gangandi nú en 16% gerðu það árið 2011. Miðborgarbúar eru einnig duglegir að ganga eða 31%. Markmiðið í aðalskipulagi Reykjavíkur er að hlutdeild gangandi verði 30% árið 2030 í borginni allri.

Íbúar í Hlíðunum hafa tekið við sér hvað hjólreiðar varðar, því 9% þeirra hjóla til og frá vinnu eða skóla í samanburði við 5% árið 2011.

Árbæingar hafa fækkað bílferðum sínum sem bílstjórar eða farþegar úr 77% í 74%.

 

Tengill

Ferðir íbúa í Reykjavík

 

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is