Haustfagnaður Grafarvogs – laugardaginn 13.október frá kl 19.00

Haustfagnaður Grafarvogs verður haldinn í Dalhúsum laugardaginn 13. október. Glæsileg dagskrá, frábær matur og tryllt ball þar sem Skítamórall spilar fyrir dansi fram eftir nóttu. Þetta er viðburður sem þú vilt ekki missa af!

Á matseðlinum verður glóðarsteikt lambalæri, smjörlegið kalkúnaskip, kartöflur, sósur og bæði ofnbakað og ferskt grænmeti.

-Húsið opnar kl. 19:00
-Stórglæsilegt happdrætti verður á staðnum.
-Veislustjóri er hinn eini sanni Maggi Hödd.
-Dóri DNA verður með gamanmál.
-Óvæntur ræðumaður.
-Skítamórall heldur uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Miðaverð er einungis 7.900.-
Miðaverð á ball er 2.990.-

Það eru 10 sæti á borði. Borðapantanir sendast á frida@fjolnir.is Fyrstur kemur fyrstur fær!

#FélagiðOkkar

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.