Hagkæmt húsnæði fyrir ungt fólk – 500 nýjar íbúðir

Þegar við fórum af stað með verkefnið Hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur vissum við að við myndum fá margar góðar hugmyndir frá uppbyggingaraðilum enda mikil gerjun á húsnæðismarkaði. Hugmyndirnar í upphafi voru tæplega sjötíu talsins en á fundinum í morgun voru níu aðilar sem höfðu skorað hæst sem kynntu verkefnin sín. Þessir níu hópar er afrakstur afar vandaðs mats á innsendum hugmyndum þar sem ólík atriði vógu misþungt, allt frá grænum lausnum upp í framkvæmdahraða og endanlegt verð til kaupenda eða leigjenda.

Þá verður hluti af kvöðunum sem borgin setur ætlað að tryggja að verð og leiga skili sér til væntanlegra kaupenda og leigjenda í samræmi við tillögur uppbyggingaraðila. Þessi nýsköpun og í raun brautryðjendastarf á húsnæðismarkaði er algjörlega einstök og það er mjög spennandi að uppbygging geti farið að hefjast, meðal annars á ríkislóðum sem hafa staðið ónotaðar um áratugaskeið.

 hér er svo hægt að skoða allar kynningar af fundinum

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.