Guðsþjónusta, djassmessa og tveir sunnudagaskólar sunnudaginn 9. október

KirkjanGrafarvogskirkja kl. 11:00

Guðsþjónusta þar sem barn verður borið til skírnar. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hákon Leifsson og Hilmar Örn Agnarsson eru organistar og Kirkjukórinn og Vox populi leiða söng.

Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Kirkjuselið kl. 13:00

Jassmessa þar sem Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og leikur á saxófón ásamt hljómsveit. Sr. Sigurður Grétar Helgason leiðir messuna.

Sunnudagaskóli í umsjá Matthíasar Guðmundssonar.

Kaffisopi á eftir!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.