Gleðilega Barnamenningarhátíð 19.-24. apríl

Barnamenningarhátíð 2016Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður sett í sjötta skipti á morgun 19. apríl með gleðihátíð í Eldborgarsal Hörpu. Hátíðin stendur til 24. apríl.
Margbreytileikanum í íslensku samfélagi verður fagnað sérstaklega og hefur hljómsveitin Pollapönk samið lagið Litríkir sokkar og vettlingar af því tilefni og verður það flutt við setningarathöfnina þar sem 1.450 börn í fjórða bekk í grunnskólum borgarinnar taka undir.

Á Barnamenningarhátíð verða um 150 ókeypis viðburðir í boði fyrir börn og unglinga. Dagskrá verður í öllum hverfum borgarinnar; í grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, leikskólum og menningarstofnunum, Ráðhúsinu og víðar.

Á vef Barnamenningarhátíðar er hægt að kynna sér viðburði hátíðarinnar; http://barnamenningarhatid.is/

Gleðilega Barnamenningarhátíð!

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.