Fyrsta kaffihúsaguðsþjónusta sumarsins!

Á sunnudaginn verður kaffihúsaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.

Þessar guðsþjónustur voru mjög vinsælar í fyrrasumar, en þá býðst kirkjugestum að sitja saman við borð, drekka kaffi og gæða sér á veitingum á meðan guðsþjónustan fer fram.

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Hákon Leifsson er organisti og forsöngkona er Þórdís Sveinsdóttir.

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.