Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs voru afhent á árlegri fagstefnu grunnskólakennara í dag, Öskudagsráðstefnunni, þar sem 600 kennarar settust á rökstóla um nemendamiðað skólastarf.
Hvatningarverðlaunin fengu þrír grunnskólar fyrir framsækið fagstarf; Hagaskóli, Klébergsskóli og Rimaskóli. Þá fengu Breiðholtsskóli, Laugarnesskóli og Vogaskóli sérstaka viðurkenningu.



Sérstaka viðurkenningu fengu þrír skólar fyrir áhugaverð verkefni;

Vogaskóli fyrir verkefnið Endurvinnsla og sköpun sem Guðrún Gísladóttir myndmenntakennari skipulagði.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Eva Einarsdóttir formaður dómnefndar afhentu hvatningarverðlaunin við líflega athöfn á Öskudagsráðstefnunni þar sem nemendamiðað skólastarf var í brennidepli.