Fræðslukvöld um skaðsemi Kannabisreykinga

Miðvikudaginn 13. nóvember buðu forvarnafulltrúar þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar foreldrum barna í 10. bekk í Reykjavík á fræðslukvöld um skaðsemi kannabisreykinga. Rætt var um viðhorf ungmenna til kannabisreykinga og andlegar og líkamlegar afleiðingar þeirra.

Fyrirlesarar kvöldsins voru Hera Hallbera Björnsdóttir, forvarnafulltrúi í Grafarvogi og á Kjalarnesi, sem fjallaði um mikilvægi umhyggju, aðhalds og eftirlit foreldra. Brynhildur Jensdóttir, fíkniráðgjafi hjá Foreldrahúsi, fór hún yfir þær áskoranir sem foreldrar og unglingar standa frammi fyrir og viðhorf unglinga til kannabisreykinga. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir, sem fjallaði um hvað kannabis er og hvaða áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu ungs fólk til lengri eða styttri tíma.

Brynhildur kom m.a. inn á það að viðhorf til kannabis hefur breyst mikið á seinustu árum og er kannabis orðið samfélagslega samþykkt. Má það t.d. sjá í hinum ýmsu bíómyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist, tölvuleikjum og umfjöllun fjölmiðla þar sem kannabis er lagt upp sem „norm“ og hættulaust efni. Þá kom Brynhildur inn á það að á Internetinu er að finna hafsjó af upplýsingum um kannabis og að foreldrar þurfa að vera undir það búnir að rökræða við unglinga sína um hvort kannabis er skaðlegt eða óskaðlegt efni.

Guðrún Dóra útskýrði með hvaða hætti kannabis virkar í líkamanum, þá með sérstaka áherslu á virkni þess á heilann þar sem kannabis hefur fyrst og fremst þau áhrif að það eykur á losun dópamíns sem veldur vellíðunar tilfinningu. Þá kom Guðrún Dóra inn á það að kannabis er „vinsælasta ólöglega eiturlyfið“ og að efnið sé eiturlyf unga fólksins og að talið er að um 4% íbúa jarðarinnar noti kannabis reglulega. Eins sýndi Guðrún Dóra niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að neysla á kannabis veldur aukinni áhættu á geðklofasjúkdómum og að sjúklingar með geðklofa leiti meira í kannabis en aðrir. Kannabis meðal unglinga veldur því að þeim gengur verr í skóla og hætta frekar skólagöngu. Ef misnotkun á kannabis hefst á unglingsárum getur hún valdið vitrænni skerðingu sem ekki gengur til baka.

Hvert geta foreldrar leitað eftir upplýsingum:

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar; www.reykjavik.is

Barnavernd; www.reykjavik.is

Vímulaus æska – Foreldrahús; www.vimulaus.is

Foreldrasíminn 581 1799

SÁÁ; www.saa.is

Lögreglan; www.lrh.is

Embætti landlæknis; www.landlaeknir.is

Al-Anon samtökin; www.alanon.is

Landlæknir

Landlæknir

Heilsugæslan

Heilsugæslan

Samtök áhugafólks um áfengis og vímuefnavandann

SÁÁ

Miðgarður

Miðgarður

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.