Í sumar verður Fótboltaskóli Fjölnis starfræktur eins og undanfarin ár á æfingasvæðinu okkar við
Egilshöll. Skólinn er fyrir stelpur og stráka frá 5 – 12 ára og er skipt í hópa eftir aldri og getustigi.
Markmið skólans er að krakkarnir upplifi knattspyrnu á skemmtilegan hátt hvort þau séu byrjendur eða
lengra komin. Farið verður í alla helstu þætti þjálfunar eins og tækniæfingar, skotæfingar, sendingar
og sköllun. Mikið verður um skemmtilega leiki með og án bolta að ógleymdum liða- og
einstaklingskeppnum þar sem allir reyna á sína færni. Skráningar í Fótboltafjör, hálfdagsnámskeið er í
gegnum Nóra skráningarkerfi félagsins https://fjolnir.felog.is
Í sumar verður við með nýjung þar sem við bjóðum upp á heilsdagsnámskeið í samstarf á við
Gufunesbæ, þar sem börnum býðst að vera í fótboltaskóla frá kl. 08:30 – 12:30 og í sumarfrístund frá
kl. 12:30 – 16:30 eða í 8 tíma. Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl. 08:00 – 08:30 og frá kl. 16.30 –
17:00. Börnunum verður fylgt á milli staða. Í sumarfrístund er lögð áhersla á útiveru, frjálsan leik,
skapandi starf, þemaverkefni og styttri ferðir. Lögð verður áhersla á að virkja börnin við ákvarðanatöku
um hina ýmsu þætti starfsins. Í fótboltanum er lögð áhersla á knattspyrnuæfingar og skemmtilega
hreyfingu. Starfsfólk í sumarfrístund hefur reynslu af starfi í frístundaheimilum og í fótboltanum verða
þjálfarar sem starfað hafa hjá deildinni undanfarin ár og unnið mikið með börnum. Skráningar í
fótbolta og sumarfrístund, heildagsnámskeiðin er á skráningarvef Rvk.borgar http://sumar.fristund.is
Fótboltafjör hálfdagsnámskeiðin verða í júní, júlí og ágúst
Vika 1: 13. júní – 16. júní, 4 dagar verð 5.400 kr.
Vika 2: 20. júní – 24. júní, 5 dagar verð 6.750 kr.
Vika 3: 27. júní – 1. júlí, 5 dagar verð 6.750 kr.
Vika 4: 4. júlí – 8. júlí, 5 dagar verð 6.750 kr.
Vika 5 : 11. júlí – 15. júlí, 5 dagar verð 6.750 kr.
Vika 6: 02. ágúst – 05. ágúst, 4 dagar verð 5.400 kr.
Vika 7: 8. ágúst – 12. ágúst, 5 dagar verð 6.750 kr.
Vika 8: 15. ágúst – 19. ágúst, 5 dagar verð 6.750 kr.
Nánari upplýsingar um Fótbolta og sumarfrístund heildagsnámskeið á www.fjolnir.is