Fermingarfræðslan hefst á ný aðra vikna í janúar eða 12., 13. og 14. janúar, samvkæmt stundarskrá. Það er mikilvægt að öll fermingarbörn mæti í alla tímana sem eftir eru því nú er stutt í fermingu.
Í janúar verða þrjár messur með fermingarbörnum úr hverjum skóla þar sem fermingarbörn taka virkan þátt. Að messu lokinni verður farið yfir það sem skiptir máli fyrir ferminguna s.s. æfingar, kyrtlamátun, ritningarvers o.þ.h.
17. janúar verður fermingarbörnum úr Foldaskóla sérstaklega boðið í messu með fjölskyldum sínum.
24. janúar verður fermingarbörnum úr Rimaskola sérstaklega boðið í messu með fjölskyldum sínum.
31. janúar verður fermingarbörnum ú Kelduskóla og Vættaskóla sérstaklega boðið með fjölskyldum sínum.
Í febrúar verður síðan haldið stórt fermingarmót í kirkjunni okkar með krökkum úr Grafarvogi, Árbæ og Grafarholti. Þar verður boðið upp á ýmislegt frábært og endað á pizzuveislu.
Fermingardagar vormisseri 2016
Hægt er að smella á dagana til þess að sjá fermingarbörn hvers dags.
6. mars kl. 10:30 – Rimaskóli 8. RI
13. mars kl. 10:30 – Vættaskóli 8. II
13. mars kl. 13:30 – Rimaskóli 8. JÓ
Pálmasunnudagur
20. mars kl. 10:30 – Foldaskóli 8. SG
20. mars kl. 13:30 – Vættaskóli 8. I
Skírdagur
24. mars kl. 10:30 – Kelduskóli 8. F
24. mars kl. 13:30 – Rimaskóli 8. ER
Annar í páskum
28. mars kl. 10:30 – Foldaskóli 8. SJ
28. mars kl. 13:30 – Kelduskóli 8. A
3. apríl kl. 10:30 – Foldaskóli 8. BÞ