Elmar Örn Hjaltalín ráðinn yfirþjálfari hjá Fjölni

Gummi og ElmarStjórn knattspyrnudeildar Fjölnis hefur ráðið Elmar Örn Hjaltalín í fullt starf sem yfirþjálfara yngri flokka deildarinnar frá og með 1 ágúst næstkomandi. Ráðning þessi er mikilvægt skref í því verkefni að halda áfram að efla enn frekar gæðin í starfi yngri flokka deildarinnar. Auk þess að þjálfa 3 flokk drengja og 6 flokk stúlkna mun Elmar vera í fullu starfi sem yfirþjállfari deildarinnar.  Hlutverk Elmars mun m.a. felast í að innleiða með markvissari hætti langtímastefnu í starfi yngri flokka deildarinnar auk þess sem aukin áhersla verður lögð á að efla afreksstarf.  Á meðfylgjandi mynd má sjá , Guðmund L.  Gunnarsson framkvæmdastjóra Fjölnis og Elmar Örn Hjaltalín handsala ráðninguna.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.