Fimmtudaginn 5. maí verður haldið fjáröflunarbingó fyrir Dropann.
Bingóið verður milli kl. 14 – 16. í sal hjá Íslenska Gámafélaginu í Gufunesi (Gamla áburðarverksmiðjan).
Glæsilegir vinningar í boði og góð skemmtun þar sem verið er að
styrkja gott málefni.
Bingóspjaldið kostar 750 kr. en 3 spjöld á 2000 kr. og svo hvert spjald á
500 kr. eftir það. Einnig verða veitingar seldar á staðnum.
Posi verður á staðnum en seðlar eru vel þegnir.
Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki starfrækir verkefnið „Vinir Dropans“ þar sem ömmum, öfum, frænkum og frændum, eða bara öllum sem vilja sýna málefninu stuðning býðst að styrkja félagið um fjárhæð að eigin vali í gegnum heimabanka.
Dropinn hefur starfað síðan 1995. Höfuðmarkmið félagsins er að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki og að miðla fræðslu og veita stuðning foreldrum barna með sykursýki. Stærsta verkefni Dropans er að standa fyrir árlegum sumarbúðum, annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir unglinga með sykursýki. Allt starf félagsmanna í þágu Dropans er unnið í sjálfboðavinnu og er félagið því háð styrkjum frá velunnurum til að halda starfseminni áfram.