Opinn dagur í Tónskóla Hörpunnar, Spönginni, fyrir ofan Apótekið. Allir velkomnir, hljóðfærakynning, nemendur spila, opin kennsla og heitt á könnunni.
Í tilefni Dags tónlistarskólanna verðum við með opið hús laugardaginn 13. febrúar milli kl. 13 og 16.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Gítarnámskeið fyrir fullorðna
Á veturna eru haldin kvöldnámskeið fyrir fullorðna í gítarleik.
•Kennslan fer fram í hóptímum.
•Verkefnin eru gítargrip og hljómaásláttur, með það að markmiði að geta leikið undir almennan söng.
Námskeiðsgjald: kr. 18.000.
•Námskeiðið er 6 tímar (einn tími á viku), í 6 vikur.
•Kennslan fer fram á mánudagskvöldum.
•Hver tími er 60 mínútur.