Allir lesa – landsleikur í lestri fer fram árlega og gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt. Þriðji landsleikurinn verður haldinn nú á þorranum, frá 27. janúar til konudagsins 19. febrúar 2017. Keppt er í liðum og /eða sem einstaklingur og mældur sá tími sem varið er í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með verðlaunum og viðurkenningum sem og sá einstaklingur sem ver mestum tíma í lestur á þessu tímabili.
Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík bókmenntaborg Unesco.
Samstarfsaðilar eru mennta- og menningarmálaráðuneyti, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.
Skráðu þig til leiks á allirlesa.is og kepptu í skemmtilegum og einföldum leik í lestri með allri fjölskyldunni.
Hér er farið í gegnum hvernig hægt er að skrá sig í landsleikinn.
Meira á allirlesa.is og facebook.